x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Uppskera – fiðla, selló og kammertónlist

Tónleikar á vegum Listaháskóla Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Ungt tónlistarfólk kemur fram á uppskerutónleikum í Flóa í Hörpu en tónleikarnir eru afrakstur hljóðfæranámskeiðs á vegum tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Nemendur hafa þar notið leiðsagnar Guðnýjar Guðmundsdóttur, fiðluleikara, Jane Ade Sutarjo, píanóleikara og Sigurðar Bjarka Gunnarssonar, sellóleikara en kennslan hefur farið fram í opnum einkatímum og hóptímum.

Flytjendahópurinn er breiður og fjölbreyttur og gera má ráð fyrir skemmtilegum og áhugaverðum tónleikum. Á efnisskrá verða einleiksverk fyrir fiðlu og selló auk kammerverka úr smiðju Ludwig van Beethoven.

Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og standa yfir fram eftir degi. Öll eru velkomin að koma og hlusta í lengri eða skemmri tíma.