x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ungir einleikarar – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Ár hvert fer fram keppni ungra einleikara þar sem framúrskarandi nemendur fá að leika konsert eða syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er dýrmæt reynsla hverjum klassískum tónlistarmanni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir keppninni Ungir einleikarar í samvinnu við Listaháskóla Íslands og er hún opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemningin á tónleikunum sjálfum er engu lík.

Stjórnandi tónleikanna er hin finnska Anna-Maria Helsing, sem hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margsinnis áður við góðar undirtektir. Hún var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Oulu árin 2010–13, og varð þar með fyrsta konan til að gegna slíku starfi í Finnlandi.

Námsmenn yngri en 25 ára og tónlistarnemar geta keypt miða á 1.800 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. Nánar um Skólakort Sinfóníunnar hér.

Einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands fór fram í Kaldalóni Hörpu dagana 25. og 26. október 2019 og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni. Það eru þau Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðluleikari, Flemming Viðar Valmundsson, harmónikuleikari, Kristín Ýr Jónsdóttir, þverfautuleikari og Gunnar Kristinn Óskarsson, trompetleikari.

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Anna-Maria Helsing

 • Efnisskrá

  Jacques Ibert Flautukonsert
  Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflauta

  Max Bruch Fiðlukonsert nr. 1
  Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla

  Arne Nordheim Spur, harmóníkukonsert
  Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka

  Alexander Arutiunian Trompetkonsert í As-dúr
  Gunnar Kristinn Óskarsson, trompet

Deila