Ekkert fannst
Tvö píanó: Aimard og Stefanovich – kammertónleikar
EFNISSKRÁ Verk fyrir eitt og tvö píanó eftir Claude Debussy, Béla Bartók, Olivier Messiaen og György Ligeti
EINLEIKARAR Pierre-Laurent Aimard Tamara Stefanovich
Tamara Stefanovich og Pierre-Laurent Aimard hafa leikið saman á tvö píanó allt frá árinu 2003. Þau hafa haldið tónleika í helstu sölum heims, til dæmis Carnegie Hall og Fílharmóníunni í Berlín, við stórkostlegar undirtektir. Um tónleika þeirra hjóna í Lundúnum árið 2017 ritaði tónlistargagnrýnandi The Guardian: „Það var hreinlega ómögulegt að ímynda sér þetta betur gert.“
Á tónleikum sínum einbeita Aimard og Stefanovich sér gjarnan að tónlist 20. og 21. aldar. Á fyrri hluta tónleikanna í Norðurljósum leika þau einleik sitt í hvoru lagi, en eftir hlé leika þau saman á tvö píanó. Efnisskráin spannar ýmis meistaraverk píanótónlistar síðustu 100 árin, meðal annars eftir Debussy, Bartók og Messiaen. Þessa tónleika má enginn unnandi píanóleiks láta fram hjá sér fara.
Nánar um kammertónleikana á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands.