x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Tvær sinfóníur og Tokkata – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Tvær nýjar sinfóníur hljóma á þessum tónleikum sem helgaðir eru nýrri og nýlegri íslenskri tónlist. Þorsteinn Hauksson hefur um árabil verið búsettur á meginlandi Evrópu og hefur þrívegis verið tilnefndur til Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs. Sinfónía hans nr. 2 (2014) er í átta stuttum köflum sem kallast á við japanskar haikur þar sem dregin eru upp flöktandi hugskot og hugdettur. John Speight hefur starfað sem tónskáld, söngvari og kennari á Íslandi síðan hann fluttist til landsins árið 1972. Hann hefur samið langt í 200 tónverk af ýmsum stærðum og gerðum, meðal annars konserta og sinfóníur. Þegar Sinfóníuhljómsveitin frumflutti sellókonsert hans árið 2014 komst einn gagnrýnandi svo að orði að verkið hefði verið „mögnuð upplifun“. Fimmta sinfónía Speights er samin á árunum 2009–2016. Hún skiptist í fjóra þætti og þrjú millispil sem tileinkuð eru minningu um kæra vini tónskáldsins.

Tokkata eftir Karólínu Eiríksdóttur er nokkuð eldra verk, kraftmikil tónsmíð samin fyrir Orkester Norden árið 1999. Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld Sinfóníunnar, var samið árið 2016 fyrir hinn víðfræga franska tónlistarhóp Ensemble Intercontemporain. Anna-Maria Helsing hefur náð frábærum árangri á tónleikum sínum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hún er vel kunnug íslenskri tónlist, stjórnaði meðal annars flutningi á óperu Karólínu, Magnus Maria, víða á Norðurlöndum fyrir fáeinum árum. Þessir tónleikar eru ómissandi fyrir þá sem vilja fylgjast með hinu nýjasta í íslenskri tónsköpun.

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Anna-Maria Helsing

  • Efnisskrá

    Karólína Eiríksdóttir Tokkata
    Þorsteinn Hauksson Sinfónía nr. 2
    Anna Þorvaldsdóttir Illumine
    John Speight Sinfónía nr. 5