x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Tónskáldaspjall við Önnu Þorvaldsdóttur

Staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir tónskáldaspjalli við Önnu Þorvaldsdóttur í tilefni af frumflutningi á Íslandi af verkinu Metacosmos á tónleikum hljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum. Verkið var pantað af Fílharmóníuhljómsveitinni í New York og frumflutt undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl síðastliðnum. Verkið hlaut lofsamlega dóma meðal annars frá gagnrýnendum The New York Times og New York Classical Review.

Metacosmos er þegar komið á efnisskrá hjá mörgum helstu hljómsveitum heims, m.a. Fílharmóníusveit Berlínar, Sinfóníuhljómsveitinni í San Francisco, Fílharmóníusveit Helsinki og Sinfóníuhljómsveitinni í Winnipeg. Þetta er einstakt tækifæri til að fá að kynnast tónskáldinu og fá innsýn í tilurð Metacosmos.

Árni Heimir Ingólfsson, listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, ræðir við Önnu Þorvaldsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.