x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Tiësto

MIÐASALA HEFST 23. NÓVEMBER KL. 10
PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FER FRAM 22. NÓVEMBER KL.10
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN  HÉR

Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto er vafalaust einn vinsælasti plötusnúður okkar tíma. Hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tónleika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem Rolling Stone hefur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tiësto spilar á Íslandi. Fyrsta Northern Lights tónleikaferðalagið hans, sem haldið var árið 2016, seldist upp á örfáum klukkustundum svo það er mikilvægt að tryggja sér miða í tíma!

Starf Tiësto hefur í gegnum tíðina skapað honum tækifæri sem flest tónlistarfólk dreymir um. Hann hefur meðal annars spilað á opnunarhátíð Ólympíuleikanna auk þess að hafa verið meðal aðaltónlistaratriða á hátíðum á borð við Ultra Music Festival, Stereosonic, Coachella, Tomorrowland/TomorrowWorld og Electric Daisy Carnival.

Tiësto er mikilsmetinn meðal jafningja sinna, sem hefur sýnt sig í verki í gegnum árin, en meðal listamanna sem hafa sérstaklega óskað eftir samstarfi við hann eru Kanye West, Katy  Perry og John Legend. Eitt þessara samstarfa vann til Grammy verðlauna árið 2015, þegar hollenski plötusnúðurinn remixaði lagið „All of Me“ eftir John Legend.

Tiësto hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og það er aldrei dauð stund hjá honum. Á milli þess sem hann hljóðblandar og gefur út tónlist undir eigin nafni þá ferðast hann um heiminn og spilar í stærstu tónleikasölum og vinsælustu klúbbum heimsins í dag. Enda valda Tiësto tónleikar aldrei vonbrigðum; mikið lagt í umgjörðina og alltaf brjáluð stemmning!

Aðeins um 1.300 miðar eru í boði og miðaverð er einungis 11.990 kr. Fyrstir koma, fyrstir fá. 18 ára aldurstarkmark er á tónleikana.

Umsjón: Sena Live