x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Hamlet in Absentia – Ópera á risaskjá

Þrjúbíó Íslensku óperunnar

Þessi viðburður er liðinn

Í tilefni af Evrópskum óperudögum sýnir Íslenska óperan upptöku af sýningu óperunnar Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson.

Óperan er sýnd á risaskjá í Norðurljósasal Hörpu kl.15.00. Eftir sýningu myndarinnar sitja aðstandendur sýningarinnar fyrir svörum. Sýningartími er 91 mínúta. Hamlet in Absentia er flutt á dönsku með enskum texta.

Heimsfrumsýning á fyrstu norrænu Hamlet óperu sem samin hefur verið fór fram í kastala Hamlets í Kronborg í ágúst árið 2016. Verkið Hamlet in Absentia er  bæði grótesk en jafnframt húmorískt túlkun á Hamlet Shakespears.

Allir tala um að Ófelía sé sturluð. Hún getur ekki lengur talað en er byrjuð að syngja. Hún fer til meðferðaraðila til þess að fá greiningu á ástandi sínu. Í sameiningu leysa þau úr læðingi innri djöfla Ófelíu. Ástmögur hennar, Hamlet hefur drepið Polonius og bróðir Ófelíu Laertes leitar hefnda. Á sama tíma eru Kládíus og Geirþrúður í sambandsmeðferð þar sem ásakanir fljúga í allar áttir. Geirþrúður elskar son sinn Hamlet meira en allt, en hann er þyrnir í augum Kládíusar. Meðan allir eru í tilvistarkreppulegum vandræðum þá er maðurinn sem er rót þeirra allra, Hamlet, áberandi með fjarveru sinni. Óperan er flutt af átta norrænum óperusöngvurum og það er Athelas Sinfonietta Copenhagen sem leikur undir stjórn Jakobs Hultbergs. Tónlistin er eftir hið hæfileikaríka íslenska tónskáld Huga Guðmundsson og er hún bæði lírísk og dramatísk túlkun á texta Jakobs Weiss.

Uppfærslan var sett upp af NordicOpera og er leikstjóri uppfærslunnar Åsa Melldahl sem er einn fremsti óperuleikstjóri Svía. Hönnuður uppfærslunnar er Marie í Dali sem er mikilsmetinn hönnuður í Danmörku og hefur hannað fyrir óperur, leikhús og kvikmyndir.


Hamlet in Absentia:

Tónlist: Hugi Gudmundsson

Texti: Jakob Weis

Leikstjóri: Åsa Melldahl

Hönnuður: Marie í Dali

Dramatúrgur: Nila Parly

 

Söngvarar:

Ófelia: Sibylle Glosted, sópran DK

Therapist: Martin Vanberg, tenór SE

Claudius: Johannes Mannov, baritón DK

Gertrud: Isabel Piganiol, sópranDK/SE

Polonius: Jakob Zethner, bassi DK

Rosenkrantz: Mathias Hedegaard, tenor DK

Gyldenstein: Christian Damsgaard, tenor DK

Leartes: Sebastian Duran, baritone SE

Deila