x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Þóra syngur Strauss – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Petri Sakari hefur verið einn helsti samstarfsmaður Sinfóníuhljómsveitar
Íslands um langt árabil og framlag hans til vaxtar hljómsveitarinnar er
ómetanlegt. Í nóvember 2018 fagnar Petri sextugsafmæli sínu og um sama leyti
eru liðin 30 ár frá því að hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar,
sem sannarlega var gæfuspor. Í tilefni af þessu tvöfalda afmæli stjórnar Sakari
efnisskrá helgaða tveimur meisturum hljómsveitartónlistar: Pjotr Tsjajkovskíj
og Richard Strauss.

Tónaljóð Strauss um skálkinn Ugluspegil er eitt hans dáðasta verk, hrein
skemmtimúsík þar sem uppátæki sagnapersónunnar eru útlistuð með óborganlegum
hætti. Fjórir síðustu söngvar voru síðasta verkið sem Strauss lauk við, kominn
á níræðisaldur í rústum heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1948. Angurvær
tónlistin hefur yfir sér rómantískan blæ og silkimjúkar sópranhendingarnar eru
með því fegursta sem fest hefur verið á blað. Hér er það Þóra Einarsdóttir sem
flytur verkið, en hún hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta
og dáðasta söngkona þjóðarinnar. Fimmta sinfónía Tsjajkovskíjs er eitt af hinum
glæsilegu hljómsveitarverkum rússneska meistarans, magnþrungin útfærsla á
„örlagastefi“ sem leiðir að lokum til sigurs.

 

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 20. sep. kl. 18:00

 • Efnisskrá

  EFNISSKRÁ
  Richard Strauss Ævintýri Ugluspegils 
  Richard Strauss Fjórir síðustu söngvar
  Pjotr Tsjajkovskíj Sinfónía nr. 5 

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Petri Sakari

  EINSÖNGVARI
  Þóra Einarsdóttir