Ekkert fannst
Oddfellowstúkan nr. 5, Þórsteinn, stendur fyrir stórtónleikum hins rússneska Terem-kvartetts ásamt gestasöngvurunum Diddú og Ólafi Kjartani.
Miðaverð er frá kr. 5990, en allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til líknarmála.
Kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og er þekktur utan lands sem innan. Meðlimirnir, sem eru heiðurslistamenn Rússlands, hafa komið fram víða um heim og með fjölmörgum listamönnum. Meðal annars komu þeir fram á Íslandi árið 2005 og aftur 2007. Árið 2008 var gefinn út geisladiskur með Terem og Diddú sem inniheldur m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson o.fl. lagahöfunda.