x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Svo mælti Zaraþústra – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Upphafstónarnir í Svo mælti Zaraþústra eru með því kunnasta sem nokkurt tónskáld hefur fest á blað, þökk sé kvikmyndinni frægu 2001: A Space Odyssey. Þetta meistaraverk Richard Strauss er þó annað og meira en lúðraþyturinn í upphafi. Svo mælti Zaraþústra er stórbrotin og hrífandi hugleiðing um tilveruna í hinum ýmsu myndum: náttúruna, dansinn og dauðann.

Sellókonsertinn sem Shostakovitsj samdi handa Mstislav Rostropovitsj árið 1959 er eitt af meistaraverkum sellótónlistar á 20. öld og margir heyra í kröftugri tónlistinni lýsingu á þeim aðstæðum sem tónskáldið bjó við í Sovétríkjunum. Þýski sellistinn Alban Gerhardt er einn virtasti sellóleikari samtímans. Hann hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum heims og hefur m.a. hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon. Nýjasti hljómdiskur hans var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone.

Á tónleikunum hljómar einnig bráðsnjall forleikur eftir hina pólsku Grażynu Bacewicz, sem var afkastamikið tónskáld um miðja 20. öld og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín.

 • Efnisskrá

  Grażyna Bacewicz Forleikur fyrir hljómsveit
  Dmítríj Shostakovitsj Sellókonsert nr. 1
  Richard Strauss Svo mælti Zaraþústra

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  David Danzmayr

  EINLEIKARI
  Alban Gerhardt

  Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00