x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sumartónar í Hörpuhorni

Vortónleikar Lúðrasveitarinnar Svans

Þessi viðburður er liðinn

Lúðrasveitin Svanur býður til ókeypis tónleika í Hörpuhorni þann 21. maí nk. kl.14:00 Tilefnið er einfaldlega að spila nokkur hressileg lög áður en haldið er inn í sumarið. Svanurinn sinnir að sjálfsögðu hefðbundnum verkefnum yfir sumarið, eins og á þjóðhátíðardeginum o.fl., en hefur að öðru leyti hægt um sig og safnar kröftum fyrir komandi vetur. Á dagskránni í Hörpuhorni verður létt lúðrasveitartónlist úr ýmsum áttum, sannkallaður sumarkokteill!

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!