x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Strokkvartettinn Siggi – Sígildir sunnudagar

Opus. 132

Þessi viðburður er liðinn

Strokkvartettinn Siggi hefur starfað saman frá árinu 2012 en til hans var stofnað af ástríðu við það verkefni að spila strengjakvartett.

Við erum öll meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og nátengd tónlistarlífinu á mörgum sviðum. Við höfum flutt verk eftir Haydn, Beethoven, Prokofieff og Schostakovich ásamt því að frumflytja íslenska strengjakvartetta (Haukur Tómasson, Atli Heimir Sveinsson, Una Sveinbjarnardóttir). Einnig höfum við frumflutt á Íslandi erlenda kvartetta á borð við Scelsi og Naomi Pinnock að ótöldum kvartettum ungra norrænna tónskálda. Okkar markmið á þessu starfsári er að halda áfram á þeirri braut að snerta á öllum víddum strengjakvartettformsins – fersk nýsköpun stendur hjarta okkar næst ásamt því að nostra við kvartetta Beethovens.

Á þriðju og síðustu tónleikunum þann 12. mars munum við halda áfram með tónsmíðar Errata hópsins og frumflytja þrjá nýja kvartetta eftir Halldór Smárason, Báru Gísladóttur og Petter Ekman. Á seinni hluta tónleikanna spilum við einn af síðustu kvartettum Beethovens op.132, skrifaður á hans síðasta æviskeiði sem var mikill umbrotatími í tónsmíðum hans. Þar byrjar Beethoven að þræða áður ótroðnar slóðir og opna glugga til framtíðarinnar. Þessi kvartett var skrifaður árið 1825 eftir að hann hafði jafnað sig af mjög alvarlegum veikindum sem hann óttaðist að drægju sig til dauða. Fullur auðmýktar skrifaði hann þennan kvartett en 3.kaflinn er heilagur þakkarsöngur til almættisins.

____________________________________________________________________

Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar.

Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega.

Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum. Auk þess verður ferður sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með.