x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Strengjatónlist næstu kynslóðar

New Music for Strings á Íslandi

Þessi viðburður er liðinn

Spennandi og fjölbreyttur hópur ungs listafólks alls staðar að úr heiminum mætir til Reykjavíkur til að taka þátt í tónlistarhátíðinni New Music for Strings á Íslandi. Hér gefst tækifæri á að heyra nýjustu kynslóð tónskálda og strengjaleikara flytja brakandi ferska tónlist í bland við perlur 20. aldarinnar.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Tónleikarnir eru sérstaklega styrktir af Ýli tónlistarsjóði.

Tónlistarhátíðin New Music for Strings er einstök hátíð sem stefnir saman strengjaleikurum og tónskáldum hvaðanæva úr heiminum til að vinna saman og læra af heimsklassa listafólki. Hátíðin miðar fyrst og fremst að því að auka samstarf og samvinnu milli strengjaleikara og tónskálda. Meðal listamanna NMFS eru Grammy og Pulitzer verðlaunahafar, auk margra kennara frá virtustu tónlistarháskólum um allan heim. Hátíðirnar hafa áður verið haldnar í  Danmörk 2016, New York 2017, Danmörk og Ísland 2018 og í ár á Ísland og New York.  Hátíðin samanstendur af fernum tónleikum og margvíslegum fræðsluviðburðum yfir heila viku. Hátíðin er í samstarfi  við Alþjóðlegu tónlistarakademíuna í Hörpu (HIMA). Viðburðir verða einnig haldnir í Listaháskóla Íslands og Mengi.

Hátíðinni lýkur með hátíðartónleikum þann 15. ágúst í Norðurljósasal Hörpu. Á fyrri hluta tónleikanna flytur sameiginleg strengjasveit NMFS og HIMA, skipuð nemendum, listamönnum og kennurum, þekkt verk fyrir strengjasveit í bland við nýrri verk. Leiðari sveitarinnar er Eugene Drucker, fiðluleikari úr Emerson-strengjakvartettinum. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk eftir Chen Yi, Þráin Hjálmarsson, Mari Kimura og David Bruce. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Scenes and soundscapes og er efnisskrá tónleikanna unnin með þessi konsept að leiðarljósi hvort sem það er í gegnum myndræna framsetningu, framandi rými eða í gegnum óteljandi vegi ímyndunaraflsins. Upplýsingar um hátiðina er hægt að finna á www.newmusicforstrings.org.