Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Stirni Ensemble flytur splunkunýjar og gullfallegar útsetningar á dásamlegum sönglögum eftir Henry Purcell og Samuel Barber auk þess sem hópurinn frumflytur nýtt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson. Útsetningar á sönglögum Purcells og Barbers er eftir franska gítarleikarann Guillaume Heurtebize sem er eiginmaður Bjarkar en útsetningarnar eru gerðar sérstaklega fyrir hópinn og verða frumfluttar á þessum tónleikum.
Stirni Ensemble skipa að þessu sinni Björk Níelsdóttir sópransöngkona, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Kristín Þóra Pétursdóttir, klarinettuleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari.
Efnisskrá:
Henry Purcell (1659 – 1695) – Music for a while – I attempt from love sickness – When I am laid – Evening prayer Frumflutningur á nýjum útsetningum Guillaume Heurtebize fyrir sópran, flautu, klarinett og gítar
Gunnar Andreas Kristinsson (1976) Auðn fyrir sópran, flautu, klarinett og gítar Frumflutningur verksins
Samuel Barber (1910 – 1981) Söngvar einsetumanns (Hermit Songs) við ljóð óþekktra írskra höfunda frá 8. – 13. öld. – At St Patrick’s Purgatory – Church Bell at Night – St Ita’s Vision – The Heavenly Banquet – The Crucifixion – Sea Snatch – Promiscuity – The Monk and his Cat – The Praises of God – The Desire for Hermitage Frumflutningur á nýjum útsetningum Guillaume Heurtebize fyrir sópran, flautu, klarinett og gítar
Stirni Ensemble hélt sína fyrstu tónleika árið 2016. Hópurinn hefur getið sér gott orð við tónleikahald á Íslandi og hefur komið fram á Myrkum Músíkdögum, Hljóðönum og í Norðurljósum Hörpu.
Ásamt því að stuðla að nýsköpun með nýrri og óvenjulegri samsetningu grúppunnar er markmið Stirni Ensemble að frumflytja sem mest af nýrri tónlist, halda merkjum íslenskrar tónlistar á lofti hér heima og erlendis og gefa fólki innsýn í þá breidd sem hefur átt sér stað í tónsköpun síðustu áratuga víðs vegar um heiminn.
Hópurinn nýtir líka þá möguleika að spila einleiksverk, dúó og tríó á víxl og auka þannig enn á fjölbreytileika í repertuarvali og flæði á tónleikum. Fókusinn er á tónlist 20. og 21. aldar. Á fyrstu tónleikum Stirnis var tónninn strax sleginn varðandi það að flétta saman ólíkum verkum í samhangandi flæði þannig að upplifunin verði meira eins og gjörningur eða ferðalag sem grípur þig og myndar eina heild frá fyrsta til síðasta tóns.
Félagar Stirnir hafa frá upphafi verið Björk Níelsdóttir, Svanur Vilbergsson, Hafdís Vigfúsdóttir og Grímur Helgason sem er á leið í tónleikaferð með Sinfóníuhljómsveit Íslands og mun því Kristín Þóra Pétursdóttir skipa hlutverk klarinettuleikara á þessum tónleikum.
Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.
08. 09. 2019 Ást og hatur
15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur
29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk
06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms
20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný
27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann
03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal
10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica
24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade
08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur
19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann
26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir
02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák
09. 02. 2020 Stirni Ensemble
16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir
16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble
23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri
01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning
08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi
15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich
22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir
29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár
13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum
19. 04. 2020 Bach og börnin – 100 börn slá hjartans hörpustrengi
03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori
10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven
24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist