x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sölvi Kolbeinsson ásamt Magnúsi Trygvasyni Eliassen

Sumarserían - Velkomin heim

Þessi viðburður er liðinn

Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Eliassen byrjuðu að spila saman í dúói árið 2015 og hafa síðan þá haldið fjölda tónleika í Mengi auk þess að koma fram á öðrum tónleikastöðum í Reykjavík.

Á þessum árum hafa þeir farið í gegnum ótalmarga djass-standarda (lög sem hafa orðið hluti af sameiginlegri efnisskrá djasstónlistarmanna) og önnur lög sem þeim finnst skemmtileg; eftir höfunda eins og Thelonious Monk, John Coltrane, Paul Motian, Bud Powell og Antônio Carlos Jobim.

Þeir fara frjálst með lögin, nota þau sem stökkpall út í hyldýpi spunans, spinna inn og út úr þeim en leggja þó alltaf áherslu á að týna þeim aldrei.

Fyrsta hljómplata þeirra félaganna er væntanleg í haust.

Sölvi Kolbeinsson (fæddur 1996) stundaði klassískt saxófónnám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík en rytmískt nám í Tónlistarskóla FÍH og Jazz-Institut Berlín þaðan sem hann lauk BA námi sumarið 2019. Á námsárunum vann hann tvívegis til verðlauna í Nótunni (2010 og 2013), kom fram sem einleikari með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík (2012), Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna (2014), og tvisvar sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands (2011 og 2014). Hann er meðlimur margra ólíkra hópa á Íslandi og í Þýskalandi, þar má nefna Volcano Bjorn, Hamamelidae, Julius Windisch kvartett, Camus kvartett og Gaukshreiðrið.

Sölvi hefur spilað á djasshátíðum í Þýskalandi, Finnlandi, Noregi og á Íslandi auk þess að hafa komið fram í Svíþjóð, Hollandi, Sviss, Skotlandi og Póllandi. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2016 sem bjartasta vonin í jazz- og blústónlist.

Magnús Trygvason Eliassen (1985) hóf tónlistarnám 8 ára gamall. Hann nam við Tónlistarskóla FÍH árin 2004 til 2010 og hlaut vorið 2008 skólagjaldastyrk FÍH vegna góðrar frammistöðu í námi og þáttöku hans í nokkrum útskriftarprófum nemenda skólans. Magnús stundaði einnig nám við NTNU í Þrándheimi. Undanfarin ár hefur Magnús verið virkur í íslensku tónlistarlífi og unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum s.s. Eyþóri Gunnarssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Tómasi R. Einarssyni, Sigríði Thorlacius, Steingrími Karl Teague, hljómsveitunum ADHD (sem fékk Íslensku tónlistarverðlaunin 2009 fyrir samnefnda plötu), Amiinu, Sin Fang, K-tríó, Moses Hightower, múm o.fl.

Magnús hefur einnig tekið þátt í Young Nordic Jazz Comets keppninni fjórum sinnum og tvisvar verið í vinningshljómsveitum, Ktríó og Reginfirra.

Sumarserían Velkomin heim 2020

11. júlí kl. 17 – Dúplum Dúó – Björk Níelsdóttir og Þóra Margrét Sveinsdóttir

18. júlí kl. 17 – Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

25. júlí kl. 17 – Sölvi Kolbeinsson ásamt Magnúsi Trygvasyni Eliassen

Sumarserían Velkomin heim er samstarfsverkefni FÍT (Félags íslenskra tónlistarmanna) og Hörpu.

Deila