x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sólskinssinfónían – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Föstudagsröðin

Þessi viðburður er liðinn

Vegna samkomubanns hefur tónleikunum verið aflýst. Athugið að miðahafar geta fært aðgöngumiða sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar, henti það ekki munum við endurgreiða aðgöngumiða í miðasölu Hörpu. Nánar hér.

Johannes Brahms samdi aðra sinfóníu sína í sumarleyfi í austurrísku sveitaþorpi sumarið 1877. Það kemur því ekki á óvart að sinfónían sé sérlega ljúf, björt og fögur. Jón Ásgeirsson tónskáld hafði á orði um þessa sinfóníu að hún væri sneisafull af „þeim stefjum sem syngja sig inn í sál manns“. Hér hljómar þetta meistaraverk Brahms undir stjórn venesúelska hljómsveitarstjórans Rafael Payare, sem ólst upp í El Sistema-hljómsveitakerfinu en er nú aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Diego.

Á tónleikunum hljómar einnig bráðsnjall kvartett fyrir fjórar fiðlur eftir hina pólsku Grażynu Bacewicz. Hún var afkastamikið tónskáld um miðja 20. öld, samdi kraftmikla nýklassík og var ein fyrsta konan í heiminum til að gegna prófessorsstöðu í tónsmíðum. Kvartettinn er frábær tónsmíð, áheyrileg og fjörug, og hljómar hér í flutningi leiðandi fiðluleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikar Föstudagsraðarinnar í Norðurljósum taka um klukkustund og eru fullkominn upptaktur að skemmtilegri helgi.

EFNISSKRÁ
Grażyna Bacewicz Kvartett fyrir fjórar fiðlur
Johannes Brahms Sinfónía nr. 2

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Rafael Payare

FIÐLUKVARTETT
Sigrún Eðvaldsdóttir
Una Sveinbjarnardóttir
Páll Palomares
Vera Panitch