Ekkert fannst
Í ljósi samkomubanns hefur Skonrokk tónleikunum sem áttu upprunalega að fara fram í Silfurbergi þann 24.april 2020 verið frestað í annað sinn. Ný dagsetning er laugardagurinn 15.maí 2021 ( áður föstudagurinn 30.október) og gildir sami miðinn áfram. Allir miðaeigendur fá sendan tölvupóst frá miðasölu Hörpu. Ef þið sjáið ekki póstinn frá okkur þá gæti hann hafa farið í ruslhólfið ykkar.
Enn og aftur kemur Skonrokkshópurinn saman til að rokka og skemmta sér og öllum öðrum sem elska rokk. Mörg af okkar vinsælustu lögum í gegnum tíðina hafa ratað á dagskrá hópsins frá aðdáendum. Endilega kíktu á okkur á Facebook og sendu okkur þína tillögu, þitt uppáhaldsrokklag.
Við lofum kyngimögnuðu kvöldi sem þú ættir ekki að missa af, enda hafa lög frá hljómsveitum eins og Whitesnake – KISS – ACDC – Metalica – Iron Maiden – Guns N‘ Roses – Queen – U2 – Race against the machine – Deep purple – Uriha Heep – Journey – Steelheart – Aerosmith – Led Zeppelin – Heart – Janis Joplin – Boston – Dio – Black Sabbath og fleirum, heyrst á þessum kvöldum. Sem sagt rjóminn af því besta í rokkinu.
SkonRokkshópinn í þetta sinn skipa: Magni Ásgeirsson – söngur, Birgir Haraldsson – söngur, Stefán Jakobsson – söngur, Stefanía Svavarsdóttir – söngur og Sigríður Guðnadóttir – söngur.
Birgir Nielsen – trommur, Ingimundur Óskarsson – bassi, Stefán Örn Gunnlaugsson –hljómborð, Einar Þór Jóhannsson – gítar, Sigurgeir Sigmundsson – gítar,
Geggjaður hópur sem á það sameiginlegt að elska ROKK þar sem töfrararnir verða til og töffararnir líka.
Umsjón: Stóra sviðið ehf