Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Ingibjörg Fríða býður upp á skoðunarferð fyrir yngstu gesti Hörpu í fylgd fullorðinna í leit að Maxímús Músíkús. Við förum um ýmsa sali, króka og kima Hörpu og veltum fyrir okkur hvort þeir séu ákjósanlegir staðir fyrir litla mús að búa á – Maxímús Músíkús er svo sannarlega langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu.
Ef við leggjum við hlustir gætum við heyrt stefið hans Maxa og það leitt okkur áfram um undraheima Hörpu. Skoðunarferðin endar í Norðurljósum í sögustund með Maxa kl. 11:30.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður í hverja ferð. Barn þarf að vera í fylgd fullorðins – þó ekki fleiri en tveggja.
Skráning, miðaafhending og frekari upplýsingar í miðasölu Hörpu s. 528-5050.