x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sinfóníutónleikar á Menningarnótt – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Brot af því besta úr efniskrám vetrarins

Þessi viðburður er liðinn

Á seinni tónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt hljóma kaflar úr nokkrum helstu meistaraverkum tónlistarsögunnar, sem öll munu hljóma á tónleikum hljómsveitarinnar síðar í vetur. Candide-forleikur Bernsteins er fjörið uppmálað og Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik í upphafsþætti hins stórkostlega fiðlukonserts eftir Tsjajkovskíj.

Lokaþáttur „Hetjuhljómkviðunnar“ er dæmi um glæsilega og þróttmikla tónlist Beethovens, og Bolero eftir Ravel gefur hljómsveitinni tækifæri til að sýna öll sín fjölbreyttu litbrigði. Hljómsveitarstjóri er hinn finnski Klaus Mäkelä, sem ekki er nema 21 árs gamall en hefur þegar stjórnað flestum helstu hljómsveitum Norðurlanda.

Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11:00 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.

 • Efnisskrá

  EFNISSKRÁ
  Leonard Bernstein: Forleikur að Birtingi (Candide)
  Pjotr Tsjajkovskíj: Fiðlukonsert, fyrsti þáttur
  Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3, lokaþáttur
  Maurice Ravel: Bolero
  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Klaus Mäkelä
  EINLEIKARI
  Sigrún Eðvaldsdóttir