x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sinfónían á Myrkum músíkdögum

Þessi viðburður er liðinn

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum 2019 verða blásturshljóðfæri í forgrunni. Flautukonsert Þuríðar Jónsdóttur frá árinu 2008 er meistaraleg tónsmíð þar sem hún blandar saman einleiksflautu, hljómsveit og krybbu- og engisprettuhljóðum. Ítalski flautuleikarinn Mario Caroli sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar og frumflutti konsert Þuríðar með miklum glæsibrag árið 2009. Nýr konsert Páls Ragnars Pálssonar fyrir flautu og fagott hljómar hér í fyrsta sinn. Verkið er sérstaklega samið fyrir Hallfríði Ólafsdóttur, 1. flautuleikara Sinfóníunnar og eistneska fagottleikarann Martin Kuuskmann sem hefur sömuleiðis vakið heimseftirtekt fyrir túlkun sína á nýrri tónlist og hefur þrívegis verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir túlkun sína.

Þá eru hljómsveitarverk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Veronique Vöku frumflutt á tónleikunum auk þess sem nýtt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáld hljómsveitarinnar, hljómar í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið var samið fyrir Fílharmóníuhljómsveitina í New York og frumflutt þar í apríl síðastliðnum undir stjórn Esa-Pekka Salonen. Það er til marks um stöðu Önnu í tónlistarheiminum að hin víðfræga Fílharmóníuhljómsveit Berlínar flutti þetta nýja verk fyrir fáeinum dögum.

Breytt dagskrá: Upphaflega stóð til að Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kór Listaháskóla Íslands myndu flytja verkið HandsFree eftir Önnu Meredith á tónleikunum en vegna óviðráðanlegra ástæðna verður ekki af því.

 

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Daníel Bjarnason

EINLEIKARAR
Hallfríður Ólafsdóttir
Martin Kuuskmann
Mario Caroli

FRAM KOMA
Sinfóníuhljómsveit Íslands

 • Efnisskrá

  Veronique Vaka Lendh

  María Huld Markan Sigfúsdóttir Nýtt verk

  Þuríður Jónsdóttir Flutter, flautukonsert

  Páll Ragnar Pálsson Crevace, konsert fyrir flautu og fagott

  Anna Þorvaldsdóttir Metacosmos