x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sigurvegarar í alþjóðlegri keppni ungra píanósnillinga

Þessi viðburður er liðinn

Sigurvegarar í alþjóðlegri keppni ungra píanósnillinga koma fram á tónleikum í Kaldalóni Hörpu 24. júní.

Alþjóðleg samtök barna með einstakar tónlistargáfur hefur um árabil staðið fyrir keppni og tónleikum víða um heim, en á þessum tónleikum koma fram nemendur Dr. Bellu Eugenia Oster sem kennir við European Academy of Music and Art skólann í Maryland í Bandaríkjunum.

Hinir hæfileikaríku ungu píanóleikarar hafa komið fram á tónleikum um allan heim og vakið undrun og aðdáun tónleikagesta í mörgum virtustu tónleikahúsum heims, á borð við Carnegie Hall, Lincoln Centre, Kennedy Centre og Walt Disney Concert Hall í Bandaríkjunum, Musikverein í Vínarborg, Krakow Philharmonie í Kraká og Franz Liszt Academy í Ungverjalandi. Á næsta ári liggur leiðin til Opera National de Paris, Beethoven Haus í Bonn og Muziekgebouw í Amsterdam.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir