x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sigríður Thorlacius & Sigurður Guðmundsson

Hátíðartónleikar

Þessi viðburður er liðinn

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, taka aftur höndum saman enn á ný og slá upp tónleikum í Eldborg 18. desember. Sigríður og Sigurður munu ásamt hljómsveit sinni reiða fram sérstaka hátíðardagskrá í anda jólanna.

Sigurður og Sigríður halda hátíðartónleika sína nú fjórða árið í röð og má fullyrða að hér sé komin fram á sjónarsviðið árleg jólahátíðarhefð.

Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins.
Bæði hafa þau gert garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með
Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en jafnframt státa þau af glæstum
sólóferlum.

Það eru einmitt tvær hljómplötur þeirra sem verða í lykilhlutverki á tónleikunum í Hörpu – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi, en þau hafa til að mynda alltaf sent frá sér eitt hátíðarlag á ári, til að hita upp fyrir tónleikana. Má þar til dæmis nefna lagið Notalegt sem sló í gegn á öldum ljósvakans í fyrra.

Hér verður um einstaka kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna. Athugið að aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða.