x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sagan af dátanum

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Sagan af dátanum  – 100 ár frá frumflutningi

Á fyrstu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur Söguna af dátanum eftir Igor Stravinsky. Sögumaður er Jóhann Sigurðarson og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason.

Verkið var frumflutt fyrir 100 árum síðan, eða þann 28. september 1918 í Lausanne í Sviss.

Verkið samdi Stravinsky við texta eftir C.F. Ramuz, sem byggði söguna á gamalli rússneskri þjóðsögu en íslenska þýðingu gerði Þorsteinn Valdimarsson.

Hermaðurinn Jósef er á leið heim í stutt frí. Á leiðinni sest hann niður til að leika á fiðluna sína þegar Kölski, í gervi gamals manns, býður honum uppá skipti; Kölski fær fiðluna í skiptum fyrir bók sem á að færa þeim sem kann með að fara, óendanleg auðævi. Jósef gengur að samningnum en kemst fljótt að því að auðurinn færir honum ekki hamingju. Hann losar sig við bókina
og kaupir fiðluna aftur, en viðskiptum hans og Kölska er þó langt frá því að vera lokið.

Sagan er áminning um að hamingjan verður ekki keypt þrátt fyrir öll heimsins auðævi, og á jafn vel við nú og fyrir 100 árum þegar verkið var frumflutt.