x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Saga Borgarættarinnar

100 ára

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur sýningunni verið aflýst. Allir miðar verða endurgreiddir og fá miðaeigendur frekari upplýsingar í tölvupósti.

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar markar upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð af Nordisk Films Kompagni eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem færði honum frægð og frama í Danmörku. Hún var að stærstum hluta tekin upp á Íslandi haustið 1919 en frumsýnd ári síðar og telst til stórmynda norrænnar kvikmyndasögu á tíma þöglu myndanna.

Leikstjóri myndarinnar var Gunnar Sommerfeldt sem einnig lék eitt aðalhlutverkið. Aðalleikarar voru flestir danskir nema Guðmundur Thorsteinsson, betur þekktur sem myndlistarmaðurinn Muggur, en hann lék aðalsögupersónuna, Ormarr Örlygsson, og þótti fara á kostum í myndinni.

Saga Borgarættarinnar vakti gríðarlega athygli og var sýnd í allt að fimmtán löndum þegar hún kom út. Hérlendis var hún frumsýnd snemma árs 1921 og hefur allar götur síðan verið hjartfólgin Íslendingum. Löngu eftir tilkomu talmynda var hún sýnd reglulega í Nýja Bíói fyrir fullu húsi þar til Sjónvarpið tók við sýningarkeflinu um 1970.

Til að fagna 100 ára afmæli myndarinnar hefur Kvikmyndasafn Íslands í samvinnu við Dansk Film Institut endurgert myndina á stafrænu formi í háskerpu. Þórður Magnússon tónskáld hefur samið tónlist við myndina enda tímabært að hún fái sína eigin frumsömdu tónlist á aldarafmælinu. Þórður hefur helgað sig tónsmíðum í rúman aldarfjórðung og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Tónlistin er samin fyrir 40 manna hljómsveit og sér Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um lifandi flutning við myndina.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur á undanförnum árum sérhæft sig í flutningi kvikmyndatónlistar, bæði á sýningum og til upptöku. Þetta er eitt stærsta verkefni hennar af þeim toga enda um að ræða þriggja tíma langa þögla kvikmynd. Hljómsveitin nýtur traustrar leiðsagnar hins rómaða finnska hljómsveitarstjóra Petri Sakari. Hann þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum því að hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og hefur stýrt mörgum stórum tónlistarverkefnum um allan heim. Einstakur listviðburður sem ekki verður endurtekinn!

Leikstjóri kvikmyndar: Gunnar Sommerfeldt
Tónlist: Þórður Magnússon
Lifandi flutningur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari

Lengd sýningar: 3 ½ klst með hléi.

Deila