x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Rússnesk veisla – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Rússneski píanósnillingurinn Olga Kern vakti heimsathygli þegar hún hlaut fyrstu verðlaun í Van Cliburn-keppninni í Texas árið 2001, fyrsta konan í 30 ára sögu keppninnar til að hreppa gullpeninginn. Síðan hefur hún komið fram í helstu tónleikasölum austan hafs og vestan, meðal annars Carnegie Hall og La scala í Mílanó. Rúmur áratugur er síðan Olga Kern lék síðast á Íslandi og hafa margir unnendur píanóleiks beðið endurkomu hennar með óþreyju. Tónlist Rakhmanínovs er eins konar sérgrein hennar og í þetta sinn flytur hún þriðja píanókonsert meistarans, verk sem lengi vel var talið óspilandi en er nú ein hans dáðasta smíð.

Á efnisskránni eru einnig verk eftir tvo aðra rússneska meistara. Rómeó og Júlía er ein áhrifamesta ástarsaga allra tíma og hefur orðið ótal listamönnum innblástur. Í forleik sínum speglar Tsjajkovskíj átakanlegan harm og spennu leikritsins með eftirminnilegum hætti. Stravinskíj náði fyrst athygli heimsins árið 1910 með glæsilegri tónlist sinni við ballettinn Eldfuglinn. Þetta verk hefur allar götur síðan verið talið til meistaraverka tónlistar á 20. öld og hér hljómar svíta með frægustu þáttunum, meðal annars kraftmiklum og spennandi vítisdansinum.

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason, sem hefur getið sér einkar gott orð fyrir frammistöðu sína undanfarin misseri.

EFNISSKRÁ
Sergej Rakhmanínov Píanókonsert nr. 3
Pjotr Tsjajkovskíj Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur
Ígor Stravinskíj Eldfuglinn, svíta

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Bjarni Frímann Bjarnason

EINLEIKARI
Olga Kern

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 12. mar. kl. 18:00

Deila