x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Russian Souvenir: Alexander Pushkin

Þessi viðburður er liðinn

Tónleikarnir Russian Souvenir: Alexander Pushkin eru tónleikar númer tuttugu og sjö í þessari verkefnaröð og eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, verkefni sem var stofnað árið 2016 af Alexöndru Chernyshovu. Russian Souvenir er tileinkað menningarfjársjóði rússneskrar og íslenskrar tónlistar og tónskálda. Þegar um er að ræða tónleika á Íslandi er áhersla lögð á rússneska tónlist og tónskáld og öfugt þegar um tónleika er að ræða í Rússlandi.

Í forgrunni á þessum tónleikum er rússneska ljóðskáldið Alexander Pushkin sem var uppi á 18. öld. Hann lætur eftir sig heimsfræg ljóð og bókmenntaverk. Pushkin er þjóðskáld Rússa og eitt merkasta skáld sinnar samtíðar. Þó að hann hafi fyrst og fremst verið ljóðskáld fékkst hann einnig við flest önnur bókmenntaform, samdi sagnfræðirit, ritstýrði bókmenntatímariti og skrifaði gagnrýni. Púshkín hefur veitt mörgum rússneskum tónskáldum innblástur og hafa meðal annars Glínka, Rímskí-Korsakov, Tchjajkovskí og Mussorgskí samið tónlist sem byggir á verkum hans. Verk Pushkin eiga vel við Íslendinga þar sem þeir kunna að meta falleg og vel samin ljóð um tilgang lífsins, ást og list.

Flytjendur
Sergei Telenkov
 – bassi-barítón
Alexandra Chernyshova – sópran
Katie Buckley – hörpuleikari
Kjartan Valdemarsson – píanóleikari
Gerður Bolladóttir – kynnir

Í dagskránni verða frumfluttar sjö rómönsur eftir rússneska tónskáldið Antoninu Rostovskuju við ljóð A. Pushkin sem var skrifað sérstaklega fyrir sópransöngkonuna Alexöndru Chernyshovu. Á tónleikunum munu einnig hljóma mjög þekktar aríur eins og Varjazskiy gost úr óperunni Rúsland og Ljudmila, aría Melnik úr óperunni Rusalka, þekktir rómansar eins og Ekki syng þú mér ey eftir Sergei Rachmaninov og Gosbrunnur í Bahchisaray kastala eftir Aleksey Vlasov og aðrar rússneskar perlur.

Í hléi verður í boði rússneskt te og meðlæti.

Á tónleikum Russian Souvenir fá áhorfendur að heyra úrval meistaraverka klassískrar tónlistar sem hefur heillað heiminn og líka úrval samtímatónlistar sem er ekki eins vel þekkt. Þessir tónleikar eru einstakt tækifæri til að njóta tónverka sem sjaldan eru flutt utan Rússlands.

Verkefnið er styrkt af rússneska sendiráðinu á Íslandi og Menningarsjóði FÍH.

Sergei Telenkov, frá Moskvu lærði söng hjá próf. Anatoliy Loshak. Sergei vinnur sem sólóisti í Stanislavsky og Nemirovich-Danchenko Moscow Music Theatre, einnig er hann sólóisti í Galina Vishnevskaja Opera Center og Lenkom, auk þess hann kennir óperusöng í Shaljapin tónlistarskólanum í Moskvu. Sergei hefur unnið til verðlauna og hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum, t.d. í V International Margarita Landa Academic Singing Competition í Moskvu árið 2019,  International vocalist competition «ACADEMIA“, í Perm, Rússland, 2014, XXXI International Festival-Competition „Shores of Hope“ í Yekaterinburg. Hann hefur starfað með hljómsveitarstjórum á borð við Jean- Yves Ossonce, Barabara Fritolli, Andrei Lebedev og Olive Donanhi. Sergei hefur farið með hlutverk Zaretsky í “Evgeniy Onegin”, Bertrand í “Iolanta”, föður Zemfiru í “Aleko”, Mazetto í “Don Giovanni” og önnur hlutverk. Árið 2016 söng Sergei hlutverk Hallgríms Péturssonar í konsertuppfærslu á óperunni Skáldið og biskupsdóttirin” í Moskvu.

Alexandra Chernyshova var valin í hóp 10 framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Hún lauk M.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, meistaragráðu í óperusöng og söngkennaraprófi frá Odessa tónlistarakademíunni og Glier High Music College og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University. Alexandra stofnaði Óperu Skagafjarðar árið 2006, Söngskóla Alexöndru og Stúlknakór Draumaradda Norðursins árið 2008. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York og líka í Kína og Japan. Í Úkraínu var hún valin „Nýtt nafn Úkraínu“ árið 2002 og vann  alþjóðlega óperukeppni í Rhodes í Grikklandi sama ár.  Alexandra hefur gefið út þrjá einsöngsdiska „Alexandra soprano“ (2006), „Draumur“ (2008) og „You and only you“( 2011). Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academic Musical Theater of Opera and Ballet. Sumarið 2013 kom hún fram í fyrsta skipti hjá New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar. Á ferlinum hefur Alexandra sungið hlutverk eins og Violettu Valery Zerlínu, Natalka Poltavku, Lucy, Gilda og fleiri og nú nýverið söng hún hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í nýrri óperu “Skáldið og biskupsdóttir” og Álfadrottninguna í barnaóperunni “Ævintýrið um norðurljósin”. Báðar óperur eru
frumsamin og hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun.

Katie Buckley hóf nám í hörpuleik átta ára að aldri, en framhaldsnám stundaði hún hjá Ann Adams í San Francisco. Katie hlaut meistaragráðu í tónlist frá Eastman School of Music. Árið 2006 varð hún aðalhörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Katie, ásamt slagverksleikaranum Frank Aarnink, er stofnmeðlimur Duo Harpverk. Duo Harpverk hefur sent frá sér tvo geisladiska The Greenhouse Sessions og Offshoots og komið víða fram bæði hérlendis og erlendis. Katie Buckley er ennfremur atkvæðamikill einleikari og kammertónlistarmaður sem hefur komið fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

Kjartan Valdemarsson  byrjaði nám í píanóleik við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar áður en hann hélt til Bandaríkjanna, en hann stundaði nám við Berklee College of Music 1985-1989. Auk þess að leika jazztónlist með öllum sem nöfnum tjáir að nefna í íslensku jazzlífi hefur Kjartan spilað mikið af popptónlist, m.a. með hljómsveitinni Todmobile. Hann hefur starfað í leikhúsum og unnið mikið í hljóðverum, bæði sem hljómborðsleikari og upptökustjóri. Kjartan er einnig eftirsóttur útsetjari, en hann hefur gert mikið af útsetningum, m.a. fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur.Hann hefur einnig gert tónlist fyrir sjónvarp, m.a. fyrir Spaugstofuna og Áramótaskaupið. Þá lék Kjartan um tíma með einni af fremstu stórsveitum Svíþjóðar; Norbotten Big Band. Kjartan er kennari við Tónlistarskóla FIH, auk þess að starfa sem píanóleikari við Listdansskóla Íslands og Íslenska dansflokkinn. Kjartan var valin besti tónlistarmaðurinn Íslands ár 2017.

Gerður Bolladóttir byrjaði ung að syngja í kirkjunni hjá prestinum föður sínum, en hóf formlegt söngnám 18 ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk burtfararprófi í söng undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franssonar og stundaði framhaldsnám við Indiana University, School of Music í Bloomington í Bandaríkjunum, þar sem helstu kennarar hennar voru Martina Arroyo og Klara Barlow. Gerður hefur haldið
tónleika víðsvegar á Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi og nú síðast í Færeyjum í júní í sumar. Hún hefur aðallega einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist. Árið 2004 kom út diskurinn Jón Arason in memoriam með Gerði og Kára Þormar orgelleikara. Sömuleiðis gaf hún út geisladisk með íslenskum þjóðlögum í útsetningum Ferdinand Rauter og Önnu Þorvaldsdóttur.