Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Reykjavík Midsummer Music: Hátíðarpassi 22.-25. júní 2017
Reykjavík Midsummer Music er margverðlaunuð tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu. Hún er nú haldin í sjötta sinn og hefur fyrir löngu hefur fest sig í sessi sem einn af hápunktum tónleikaársins þar sem allt kemur saman, úthugsað verkefnaval, listrænn metnaður, skemmtilegt andrúmsloft og ærslafull spilagleði. Í ár státar tónlistarhátíðin af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins, en þema hátíðarinnar í ár er frelsi.
Í ár státar tónlistarhátíðin af sumum af mest spennandi tónlistarmönnum klassíska heimsins. Fiðluvirtúósarnir Vilde Frang og Sayaka Shoji verða meðal gesta, en sú síðarnefnda er fastagestum hátíðarinnar af góðu kunn. Þá er von á einum dáðasta víóluleikara heims, Maxim Rysanov og tveimur fremstu sellóleikurum sinnar kynslóðar, Nicolas Altstaedt og István Várdai, auk norska víólumeistarans Lars Anders Tomters, margverðlaunaða hollenska fiðluleikarans Rosanne Philippens og ótrúlega fjölhæfa franska píanóleikarans Juliens Quentins. Öll taka þau þátt í fjölbreyttri tónleikadagskrá ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara sem einnig er listrænn stjórnandi.
Markmið Reykjavík Midsummer Music er að tefla saman sumum af bestu hljóðfæraleikurum heims í Hörpu og bjóða áheyrendum upp á tónlist frá ýmsum tímum á björtustu kvöldum ársins. Á hverju ári hverfist dagskrá hátíðarinnar um ákveðið þema sem litar alla tónleikana. Markmiðið er að leiða í ljós óvænt samhengi í tónlistarsögunni, kveikja forvitni áheyrenda og stefna saman tónlist frá ólíkum tímum svo úr verði spennandi listræn heild.
„Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið
„Ég trúi því að samhengi hafi mikið um það að segja hvernig við upplifum tónlist. Þess vegna vil ég helst velja saman verk frá ólíkum tímum þannig að þau eigi í samtali, varpi ljósi hvert á annað eða segi áður ósagða sögu. Fyrir mér er í raun öll tónlist sem enn er hlustað á samtímatónlist, hvort sem hún var samin á sautjándu öld eða er spunnin á staðnum. Þegar leiftrandi frumlegir tónlistamenn víðsvegar að úr heiminum koma saman til að spila verður alltaf til eitthvað nýtt og óvænt.“
-Víkingur Heiðar Ólafsson, listrænn stjórnandi
Hér fyrir neðan er hægt að kaupa stakan miða á tónleika hátíðarinnar:
Reykjavík Midsummer Music 2017 – Mozart, Pärt, Stravinsky
Reykjavík Midsummer Music 2017 – Ímyndað landslag
Reykjavík Midsummer Music 2017 – Ecstasy
Reykjavík Midsummer Music 2017 – Fantasíur frá nýju og gömlu Vín
Reykjavík Midsummer Music 2017 – Frjálsar hendur