x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Reykjavík Midsummer Music 2017 – Frjálsar hendur

Þessi viðburður er liðinn

Lokatónleikar 2017: Frjálsar hendur

Víkingur Heiðar Ólafsson kynnir dagskrána af sviðinu.

Vilde Frang (fiðla), Sayaka Shoji (fiðla), Rosanne Philippens (fiðla), Davíð Þór Jónsson (píanó), Julien Quentin (píanó), Maxim Rysanov (víóla), István Várdai (selló), Nicolas Altstaedt (selló), Víkingur Ólafsson (píanó), Pétur Grétarsson (slagverk), Eggert Pálsson (slagverk), Steef van Oosterhout (slagverk).

Aldrei fyrr hefur Reykjavík Midsummer Music skartað jafn mögnuðu samansafni listamanna úr fremstu röð. Á glæsilegum lokatónleikum hátíðarinnar fá þessir stórfenglegu listamenn frjálsar hendur með verkefnavalið á stóra sviðinu í Eldborg, þar sem dirfska og spilagleði verða í fyrirrúmi. Nú eru það áheyrendur sem opna hjörtu sín fyrir hinu óvænta, en njóta leiðsagnar listræns stjórnanda hátíðarinnar, Víkings Heiðars Ólafssonar, um fjölbreytta, spennandi og háleynilega dagskrá sem endurspeglar styrkleika og ástríður listamannanna tólf. Rétt eins og ávallt á Reykjavík Midsummer Music mætast þar hið gamla og hið nýja, hið kunnuglega og framandi. Missið ekki af einstakri kvöldstund í Eldborg.

Hægt er að kaupa hátíðarpassa hér.