x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Rakhmanínov og Beethoven

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Enski píanistinn Stephen Hough er einn fjölhæfasti tónlistarmaður samtímans. Hann hefur leikið í öllum virtustu tónleikasölum heims og varð fyrsti klassíski flytjandinn til að hljóta hin virtu MacArthur-verðlaun; auk þess hefur hann hljóðritað yfir 50 geisladiska sem hafa fengið frábærar viðtökur og meðal annars aflað honum átta Gramophone-verðlauna. Hann er einnig tónskáld og rithöfundur, auk þess að vera prófessor við Juilliard-skólann í New York. Í farteskinu í þetta sinn er hin fjöruga og skemmtilega Paganini-rapsódía Rakhmanínovs.

Auk þess hljóma fjórir dansar Dvoráks þar sem slavnesk sveitastemning ríkir, og hin bráðskemmtilega fjórða sinfónía Beethovens. Jun Märkl er einn fremsti túlkandi Vínarklassíkur meðal stjórnenda samtímans, enda stjórnar hann meðal annars við Vínaróperuna á hverju starfsári.

 • Efnisskrá

  Antonín Dvořák Slavneskir dansar op. 46 nr. 1, 2, 7 og 8
  Sergej Rakhmanínov Rapsódía um stef eftir Paganini
  Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 4

  EINLEIKARI:

  Stephen Hough

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI:

  Jun Märkl