x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Prokofíev og Mendelssohn – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma glæsileg meistaraverk undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar en hann hefur vakið mikla og verðskuldaða hrifningu tónleikagesta.

Einleikari kvöldsins er Rannveig Marta Sarc sem flytur glæsilegan fiðlukonsert nr. 2 eftir Sergej Prokofíev þar sem lagrænir hæfileikar fiðlunnar njóta sín til fulls. Rannveig hóf fiðlunám fjögurra ára gömul og hefur nýlokið meistaranámi við Juilliard-listaháskólann í New York. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæran leik og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, meðal annars frá Rótarý á Íslandi. Hún á heldur ekki langt að sækja tónlistargáfurnar, því móðir hennar er Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikunum lýkur á fjórðu sinfóníunni eftir Felix Mendelssohn, sem hann samdi eftir ferðalag um Feneyjar, Flórens, Róm, Napólí og Genova árið 1830. „Þetta er Ítalía! Og það sem ég hef ætíð séð fyrir mér sem mestu lífsgleði er nú orðið að veruleika sem ég nýt til hins ítrasta.“ Svo hljóðar upphaf bréfs sem hinn tuttugu og eins árs gamli Mendelssohn skrifaði fjölskyldu sinni á ferðalagi sínu. Sinfónían er glaðleg og geislar af lífsgleði og endurspeglar vel tilfinningarnar sem tónskáldið lýsti í bréfinu til fjölskyldu sinnar.

Kynnir á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson og er þeim útvarpað beint á Rás 1.

Takmarkað sætaframboð á tónleikana
Í samræmi við sóttvarnarlög er sætaframboð á tónleikana takmarkað við 100 tónleikagesti í fjórum sóttvarnarhólfum í Eldborg. Í það minnsta eitt autt sæti er á milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Gestum ber skylda að vera með grímu á tónleikunum sem eru um klukkustundarlangir án hlés. Við biðjum gesti að gæta vel að sóttvörnum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er í Hörpu. Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

 • Efnisskrá

  Sergej Prokofíev: Fiðlukonsert nr. 2
  Felix Mendelssohn: Sinfónía nr. 4, „Ítalska sinfónían“

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Bjarni Frímann Bjarnason

  EINLEIKARI
  Rannveig Marta Sarc

  KYNNIR
  Árni Heimir Ingólfsson

Deila