x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

PLATFORM GÁTT: MEIRA ÁSTANDIÐ

Ingibjörg Friðriksdóttir á Listahátíð í Reykjavík

Verkið Meira Ástandið/Quite the Situation eftir hljóðlistakonuna Inki liggur á óljósum landamærum tón- og sjónlistar. Í þessari einstöku upplifun er gestum Listahátíðar boðið inn í listaverkið sjálft, þrískipt verk þar sem að bókverk verður að tónverki og tónverk að orðalausu samtali. Ólíkir miðlar leika saman og mynda upplifun þvert á skynfæri, sem er allt í senn heildstæð og brotakennd, húmorísk en þankavekjandi.

Efniviður verksins eru greinaskrif Íslendinga frá „Ástandsárunum“. Verkið fjallar þó ekki um Ástandið. Fremur er það samtal um samtímann með tungumáli fortíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík frumsýnir verkið en sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

Inki (Ingibjörg Friðriksdóttir) hljóðlistakona hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Hún lauk meistaragráðu frá Mills College í Kaliforníu vorið 2017 en verk hennar hafa hljómað víða í Evrópu og vestan hafs, en þau eru sýnd jafnt á listagalleríum sem og í tónlistarsölum.

Sýningarstóri verksins er Daría Sól Andrews. Daría er stofnandi Stúdíó Sól og hefur á síðustu misserum stýrt fjölda sýninga við góðan orðstír m.a. í Harbinger, Hafnarborg, Hverfisgalleríi og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Verkið er tæpur hálftími að lengd en gestum er frjálst að ganga inn hvenær sem er en það er sýnt í hringrás sem endurtekur sig. Það er þó mælst er með að upplifa verkið frá upphafi og ný sýning hefst alltaf á hálfa tímanum.

Platform GÁTT er verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar sem er leitt af Listahátíð í Reykjavík. Meginmarkmið verkefnisins er að „opna dyr“ fyrir unga listamenn á hátíðarvettvang á Norðurlöndum.

Fimm þverfaglegar listahátíðir og menningarmiðstöðvar á Norðurlöndunum koma saman í Platform GÁTT til að varpa ljósi á og styðja ungt listafólk frá svæðinu í gegnum röð viðburða. Þátttakendur og hátíðir sem taka þátt eru: Listahátíð í Reykjavík, Listahátíðin í Bergen, Nuuk Nordic Culture Festival, Listahátíðin í Helsinki og Norræna húsið í Færeyjum.

Verkið Meira Ástandið/Quite the Situation er styrkt af Launasjóði listamanna, The Headlands Center of the Arts, Tónlistarsjóði og Hljóðritasjóði.

Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews

Fiðlur: Honor Monaco, Kristina Dutton, Sigrún Harðardóttir
Selló: Marissa Deitz, Þórdís Gerður Jónsdóttir
Rafgítar: Hafdís Bjarnadóttir
Bassi: Ingibjörg Elsa Turchi
Hljóðblöndun: Ingibjörg Friðriksdóttir & Kjartan Kjartansson

Kvikmyndataka: Erlendur Sveinsson
Klipping: Ingibjörg Friðriksdóttir & Erlendur Sveinsson
Litgreining: Elfar Smári

Útgefandi: Inni Music (2021)

Allar dagsetningar

  • júní 2021
  • 16. jún 2021 – kl. 17–23
  • 18. jún 2021 – kl. 13:30–23
  • 19. jún 2021 – kl. 10–20
Deila