x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Osmo stjórnar Shostakovitsj – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Tónskáldin Shostakovitsj og Prokofíev urðu að þola margs konar mótlæti í Sovétríkjum Stalíns enda féllu hugmyndir þeirra ekki að öllu leyti að vilja yfirvalda. Tónlist þeirra er einmitt dæmi um það hvernig mikilfengleg list getur orðið til í mótbyr. Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hljóma tvö meistaraverk þeirra, bæði samin á fjórða áratug 20. aldar. Shostakovitsj samdi sjöttu sinfóníuna um það leyti sem síðari heimsstyrjöldin braust út. Þetta er verk sterkra andstæðna; í tónlistinni er bæði að finna djúpan harm og sprellfjöruga sveiflu. Sagan um Kijé liðsforingja er skemmtileg ádeila á skrifræði stórveldisins. Þegar nokkrir starfsmenn við keisarahirðina komast að því að á launaskránni er nafn liðsforingja sem aldrei hefur verið til taka þeir upp á því að kenna honum um allt sem úrskeiðis fer. Prokofíev samdi tónlist sína við kvikmynd eftir sögunni, en glæsileg svítan er meðal mest fluttu hljómsveitarverka tónskáldsins.

Einar Jóhannesson var fyrsti klarínettleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands um áratuga skeið og er tónleikagestum að góðu kunnur fyrir listfengi sitt. Áskell Másson samdi nýverið handa Einari nýjan klarínettkonsert, lagrænt og hrífandi verk sem hljómar í fyrsta sinn á þessum tónleikum. Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er á hátindi ferils síns og laðar fram það besta í leik þeirra hljómsveita sem hann starfar með. Síðastliðið haust stjórnaði hann öllum sinfóníum Sibeliusar með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna og hlaut frábæra dóma; „Hrifningin hríslaðist niður bakið á mér“ sagði tónlistarrýnir Financial Times um afrek þessa mikla Íslandsvinar.

 • Efnisskrá

  Sergej Prokofíev Kijé liðsforingi, svíta
  Áskell Másson Silfurfljót
  Dmítríj Shostakovitsj Sinfónía nr. 6

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Osmo Vänskä

  EINLEIKARI
  Einar Jóhannesson

  Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00