x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Óperuakademía unga fólksins

Sýning á Menningarnótt í Hörpu

Óperuakademía unga fólksins í Hörpu er tæplega þriggja vikna námskeið fyrir 16 – 20 ára unglinga sem lýkur með sýningu í Norðurljósum á Menningarnótt.

Markmið námskeiðsins er að gefa áhugasömum unglingum tækifæri til að þroska hæfileika sína sem söngvarar og flytjendur, auka öryggi þeirra og sjálfstraust í jákvæðu, skemmtilegu og faglegu umhverfi og gefa þeim tækifæri til að koma fram í helsta tónlistarhúsi landsins.

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað mjög söngvönum unglingum sem eru í klassísku söngnámi. Á námskeiðinu fá nemendur einstakt tækifæri til að styrkja hæfileika sína sem söngvarar og flytjendur, í hópi jafningja undir handleiðslu fagmanna. Lögð er áhersla á að vinna út frá styrk hvers og eins og þótt námskeiðið sé krefjandi er gleðin alltaf með í för.

Kennslan fer fram í Hörpu, í einka- og hóptímum. Kennd verður söngtækni og sviðsframkoma, sviðshreyfingar, textaframburður og túlkun. Auk söngkennslunnar og tengdra greina verða jóga, leikir, slökun og sjálfstyrking mikilvægir þættir námskeiðsins. Kennarar verða Elsa Waage, Antonia Hevesi og Jóhann Smári Sævarsson og lýkur námskeiðinu með sýningu.

Kennarar námskeiðsins munu velja tónlist sem hentar hverjum og einum, svo sem antikaríur og sönglög og setja saman heildstæða sýningu í samvinnu við Hörpu Jónsdóttur rithöfund. Sýningin verður opin almenningi og flutt í Norðurljósum á Menningarnótt, þann 24. ágúst 2019.