x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Olga Vocal Ensemble

Bjarni kvaddur

Þessi viðburður er liðinn

Olga Vocal Ensemble flytur a cappella tónlist víðs vegar að úr heiminum. Hópurinn er alþjóðlegur en tveir meðlimir koma frá Hollandi og þeir heita Jonathan Ploeg og Gulian van Nierop, einn frá Rússlandi en var alinn upp í Bandaríkjunum og hann heitir Philip Barkhudarov. Í hópnum eru einnig tveir Íslendingar, Pétur Oddbergur Heimisson sem er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og Bjarni Guðmundsson frá Hellu. Efnisskráin er fjölbreytt og þar ber að nefna lög sem tengjast heimalöndum strákanna en einnig eru á efnisskránni lög frá löndum sem eru töluvert meira framandi fyrir þá.

Fyrri hluti efnisskráarinnar er hefðbundinn, flutt verður falleg íslensk tónlist og þaðan er farið austur til Svíþjóðar, með viðkomu í Mongolíu. Svo verður farið til Rússlands, Eistlands, Írlands og endað í Finnlandi.

Eftir hlé verða drykkjuvísur á boðstólnum og þegar líður á tónleikana munu 20. aldar slagarar frá gömlu góðu dögunum heyrast.

Olga hefur lagt mikla áherslu á að flytja eins fjölbreytta tónlist og mögulegt er og því ættu allir að heyra eitthvað við sitt hæfi. Við hlökkum til að sjá ykkur! Njótið vel.

___________

Athugið að aðgangur er ókeypis en fjöldi gesta er takmarkaður. Miðar verða afhentir við inngang.