x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Nýdönsk – Himnasending og Hunang

Þessi viðburður er liðinn

Hljómsveitin Nýdönsk flytur þessar vinsælu plötur i heild sinni ásamt fleiri perlum.

Að þessu sinni  verða hljómplöturnar Himnasending og Hunang leiknar í heild sinni auk glitrandi perla úr safni hljómsveitarinnar.  Plöturnar komu út árin 1993 og 1994 og hittu beint í mark hjá gagnrýnendum og aðdáendum sveitarinnar. Himnasending var hljóðrituð í Englandi og segja má að sleginn hafi verið nýr tónn með beittum hljómi sem hafði ekki heyrst áður á íslenskum markaði.  Hinn breski Ken Thomas var hljómsveitinni innan handar við upptökur og setti sitt mark svo sannarlega á plöturnar. Lög eins og Horfðu til himins og Hunang litu dagsins ljós á hljómplötunum og hafa þau átt fast sæti á lagalista Nýdanskrar allar götur síðan.

Eftir vel heppnaða útgáfu nýrra verka að undanförnu skal nú litið um öxl og kastljósinu beint að þessum tveimur plötum sem innihalda eitt og annað fróðlegt; sumt vinsælt og annað minna þekkt sem vert er að rifja upp.

Hljómsveitina skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson.
Þeim til aðstoðar er bassaleikarinn Ingi Skúlason.

Umsjón: Dægurflugan ehf