x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Núvitundarpartý í Hörpu

DJ Margeir, YAMAHO, TÓMAS ODDUR OG INGIBJÖRG STEFÁNS JÓGAKENNARAR og fleiri góðir gestir

Þessi viðburður er liðinn

Komdu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni

Kraftur ásamt Yoga Shala og Yoga Moves verður með einstakan núvitundarviðburð í Hörpu. Komum saman og fáum geggjaða útrás í dansi, jóga, hugleiðslu og tónheilum. Saman eflum við lífskraftinn og njótum þess að vera í núinu.
Fram koma DJ Margeir, DJ YAMAHO, Tómas Oddur jógakennari, Ingibjörg Stefáns jógakennari og fleiri góðir gestir.

Lífið er núna eru einkennisorð Krafts og minnir okkur á að gleðjast yfir þeim sigri að fá að lifa í andartakinu „núna”. Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega, eitt andartak?!

Núvitundarpartýið er haldið í tilefni af 20 ára afmæli Krafts og rennur allur ágóði af því í starf Krafts í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þú þarft bara að mæta í þægilegum fötum og með jógadýnu með þér og við leiðum þig inn í núið og vellíðan.
Njóttu þess að styrkja gott málefni og koma í núið.

Allir sem fram koma að viðburðinum gefa vinnu sína.

 

Deila