x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Múlinn Jazzklúbbur / Karl Orgeltríó

Gæðajazz á góðu verði

Karl Orgeltríó, sem var stofnað 2013, hefur leikið einhvers konar blöndu jazz og popps og blandað saman nýju og gömlu. Árið 2017 sendi tríóið frá sér geisladiskinn Happy Hour með Ragga Bjarna sem reyndist vera síðasta hljómplata þess snjalla söngvara. Mörg lög af henni komu við sögu vinsældarlista og á þessu ári rataði dúett Röggu Gröndal og Ragga Bjarna af útgáfutónleikum plötunnar á vinsældarlista Rásar tvö.  Karl Orgeltríó sendi frá sér lag af komandi plötu fyrr í sumar og fékk til liðs við sig hina ungu og hæfileikaríku söngkonu Rakel Sigurðardóttur.  Gestir Múlans fá að heyra nýja lagið og sitthvað fleira á tónleikunum.

Rakel Sigurðardóttir, söngur
Karl Olgeirsson, hammond orgel
Ásgeir Ágeirsson, gítar
Ólafur Hólm, trommur