x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Múlinn Jazzklúbbur: Ásgeir Ásgeirsson útgáfutónleikar

Út er komin geisladiskurinn Persian path með gítar og strengjaleikaranum Ásgeiri Ásgeirssyni.

Þetta er fimmta sólóskífa Ásgeirs og sá þriðji og síðasti í Þjóðlagaþríleiknum þar sem Ásgeir ferðast með íslenska þjóðlagið á framandi slóðir.
Hann hefur undanfarin tíu ár numið tónlist Austur-Evrópu og Miðausturlanda og farið á námskeið og sótt einkatíma í m.a. Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi, Marokkó, Indlandi og Íran.

Á diskunum þremur hefur Ásgeir samið nýjar laglínur með áhrifum af þessum ferðum sínum til stækka þjóðlögin og til að gefa þeim nýjan tón og útsett ásamt þeim Yurdal Tokcan, Borislav Zgurovski og Hamid Khansari fyrir austrænan hljóðheim: Árið 2017 kom út diskurinn Two sides of Europe unninn með nokkrum af fremstu hljóðfæraleikurum Tyrkja. Árið 2018 kom út diskurinn Travelling through cultures unninn með nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum Búlgaríu, en þann disk prýða einnig frábærir gestir frá Indlandi, Grikklandi og Austurríki. Persian path sem er nýkomin út er unninn með nokkrum af fremstu hljóðfæraleikurum Íran undir stjórn Hamid Khansari. Diskurinn var tekin upp í Teheran, Istanbul og á Íslandi í fyrra og á þessu ári.

Söngurinn á Persian path, eins og öllum diskunum, er í höndum hinnar einstöku Sigríðar Thorlacius en einnig syngja þau Samin Ghorbani og Egill Ólafsson gestadúó í einu laganna á Persian path.

Þetta er risavaxið verkefni þar sem flytjendur eru yfir fjörtíu talsins frá átta löndum. Kór, austrænn strengjaoktett og frábærir hljóðfæraleikarar sem spila á hljóðfæri sem eru okkur misframandi.

Hljómsveit kvöldsins á útgáfutónleikum skipa:
Ásgeir Ásgeirsson oud, tamboura og bouzouki
Sigríður Thorlacius söngur
Matti Kallio harmonikka
Haukur Gröndal klarinett
Erik Qvick slagverk
Diddi Guðnason slagverk
Þorgrímur Jónsson kontrabassi
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla

Deila