Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Mi Casa, Su Casa – Útgáfutónleikar Kvartetts Einars Scheving
Upphafstónleikar Múlans á árinu 2020 verða útgáfutónleikar Kvartetts Einars Scheving. Kvartettinn gaf út sína þriðju plötu í lok síðasta árs og ber platan nafnið Mi Casa, Su Casa. Sem fyrr eru meðlimir kvartettsins bassaleikarinn Skúli Sverrisson, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og saxafónleikarinn Óskar Guðjónsson, auk Einars Scheving.
Einar Scheving, trommur Óskar Guðjónsson, saxafónn Skúli Sverrisson, bassi Eyþór Gunnarsson, píanó
Tónleikadagskrá Múlans sem er að öllu jöfnu bæði metnaðarfull og fjölbreytt er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Áheyrendur geta hlustað á gæðajazz á góðu verði með frábæru útsýni yfir höfnina. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Stofnár Múlans var haustið 1997 en fyrstu tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun 1998. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.
Miðaverð á tónleikana er 3000 krónur.
Skipuleggjendur Múlans eru þeir Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal.
5. febrúar – Útgáfutónleikar Kvartetts Einars Scheving
12. febrúar – Arctic Swing Quintet ásamt Adrian Cunningham
19. febrúar – Kvartett Mariu Babtist og Sigurðar Flosasonar
26. febrúar – The Roaring Twenties
28. febrúar – Kvartett Unnar Birnu og Bjössa Thor
4. mars – Útgáfutónleikar HóBiT
6. mars – Tríó Kristjönu Stefáns
13. mars – Tónn úr tómi: Útgáfutónleikar Leifs Gunnarssonar
18. mars – ASA tríó ásamt Jóel Pálssyni
25. mars – Tríó Þorgríms Jónssonar ásamt gestum
1.apríl – Til heiðurs Wes Montgomery
8. apríl – Kvintett Inga Bjarna Skúlasonar
15. apríl – Hljómsveitin Bara gaman
17. apríl – Rebekka Blöndal & Marína Ósk
24. apríl – Bölvað braz