x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Tríóið MINUA á Björtuloftum

Velkomin heim

Óvenjuleg hljóðfæraskipan dregur þig inn í heillandi heim Minua. Tveir gítarar og bassaklarinetta mynda tregafullan hljóðheim þar sem tónsmíðum og spuna er ofið saman. Ambíent, minimalismi, frjáls spuni og dægurtónlist er meðal áhrifa sem heyra má í tónlist Minua sem er myndræn og fær hugann til að reika.
 
Minua
Kristinn Smári Kristinsson, gítar og fartölva
Luca Aaron, gítar og fartölva
Fabian Willmann, bassaklarinetta
 
Á tónleikum Minua í Björtuloftum, Hörpu frumflytur tríóið nýtt prógram samið af Kristni Smára fyrir þetta tilefni, sem og eldra efni. Tónlistinni fylgja sjónræn element eftir Işıl Karataş og Luca Aaron. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin spilar hér á landi en hún kom til Íslands árið 2014 þegar hún var nýstofnuð en síðan þá hafa þeir félagar gefið út tvær breiðskífur, Still Light, 2019 og In Passing, 2015 og farið í tónleikaferðir víða um Evrópu og til Kína.
 
Kristinn Smári Kristinsson er nýfluttur heim eftir 8 ára búsetu í Basel og Berlín. Þar lauk hann tveim háskólagráðum, gaf út 8 breiðskífur og spilaði yfir 400 tónleika í 11 löndum. Hann er einn af stofnendum HOUT records og hljómsveitanna MONOGLOT og Minua.
 
Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2011 en meðal kennara hans voru Snorri Örn Snorrason, Jón Páll Bjarnason, Hilmar Jensson og Sigurður Flosason. Þá lá leiðin til Sviss í áframhaldandi nám við tónlistarháskólann í Basel þar sem Kristinn lærði hjá Wolfgang Muthspiel. Kristinn lauk bakkalár gráðu árið 2014 en skipti þá yfir í tónlistarháskólann í Bern þar sem hann lauk Meistaranámi tveim árum síðar í rafgítarleik og tónsmíðum.
Meðal kennara Kristins í Bern voru Django Bates, Ronny Graupe og Frank Sikora. Auk þess sótti hann tíma hjá mörgum öðrum þungavigtarmönnum úr jassheiminum og má þar nefna Guillermo Klein, Mark Turner, Jeff Ballard, Aydin Esen, Larry Grenadier, Jorgé Rossy og fleiri.
 
Kristinn kemur reglulega fram með hljómsveitunum Minua og Monoglot en báðar sveitirnar hafa gefið út tvær breiðskífur síðustu ár. Nýjasta platan, Still Light eftir Minua, kom út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Traumton en platan hefur hlotið afburða dóma víða um heim. Minua kom til Íslands árið 2014 og ferðaðist hringinn í kringum landið, en hefur einnig tvisvar sinnum farið í tónleikaferð um Kína þar sem hljómur tríósins hefur fengið góðar viðtökur.

Tónleikarnir eru skipulagðir af FÍT, Féagi íslenskra tónlistarmanna, klassískri deild FÍH, í samstarfi við FÍH og aðgangur er ókeypis.

Um tónleikaseríuna Velkomin heim

Harpa kynnir sérstaka tónleika innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar þar sem ungir tónlistarmenn eru boðnir velkomnir til tónleikahalds í Hörpu. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld sem lokið hafa námi erlendis fá hér tækifæri til að kynna sig og leyfa áhorfendum að njóta með sér. Hvort sem tónlistarmennirnir velja starfsvettvang sinn hér heima eða erlendis gefst hér tækifæri til þess að kynnast ungu hæfileikafólki sem er í þann veginn að leggja undir sig heiminn og syngja og leika sig inn í hjörtu landsmanna. Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 16.00 í Hörpuhorni eða 20.00 í Björtuloftum þar sem ólíkir tónlistarstraumar og -stefnur fá að njóta sín.

Tónleikarnir fara fram innan tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar í Hörpu 2019 – 2020.

Dagskrá Sígildra sunnudaga veturinn 2019 – 2020
September 2019

08. 09. 2019 Ást og hatur 

15. 09. 2019 Alda tríó – Markverðar konur

29. 09. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Trio Nordica, Helga Þóra og Þórunn Ósk

Október 2019

06. 10. 2019 Camerarctica – Mozart aríur og Brahms

20. 10. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Einar, Þórunn Ósk og Anna Guðný

27. 10. 2019 Kammersveit Reykjavíkur – Þrír Frakkar og Schumann

Nóvember 2019

03. 11. 2019 Íslenskar dægurperlur með Ragnheiði Gröndal

10. 11. 2019 Velkomin heim – Sólveig Thoroddsen hörpuleikari

17. 11. 2019 Kammermúsíkklúbburinn – Camerarctica

24. 11. 2019 Sellósónötur – Geirþrúður Anna og Jane Ade

Desember 2019

08. 12. 2019 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Janúar 2020

19. 01. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Bjarni Frímann

26. 01. 2020 Vinsælir sígildir ljóðasöngvar – Kristín R. Sigurðardóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir

Febrúar 2020

02. 02. 2020 Barrokkbandið Brák

09. 02. 2020 Stirni Ensemble

16. 02. 2020 Tvíleikur – Hulda Jónsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir

16. 02. 2020 Velkomin heim – Anna Sóley Ásmundsdóttir og ensemble

23. 02. 2020 Svítur og valsar úr austri og vestri

Mars 2020

01.03.2020 Cauda Collective: Ástarjátning

08. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Strokkvartettinn Siggi

15. 03. 2020 Kammermúsíkklúbburinn – Weinberg & Shostakovich

22. 03. 2020 Velkomin heim – Björk Níelsdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir

29. 03. 2020 Kammersveit Reykjavíkur – Beethoven í 250 ár

Apríl 2020

13.04.2020 Tríóið Minua á Björtuloftum

19. 04. 2020 Bach og börnin – 130 börn slá hjartans hörpustrengi

Maí 2020

03. 05. 2020 Velkomin heim – Þóra Kristín og Desirée Mori

10. 05. 2020 Strengjakvartettar – Ravel, Britten og Beethoven

24. 05. 2020 Barrokkbandið Brák – Franskar aríur og hirðtónlist