Ekkert fannst
Þessi viðburður er liðinn
Á glæsilegum upphafstónleikum hátíðarinnar í Eldborg líta þrír risar rússneskra og þýskra tónbókmennta inn á við og hugleiða eftirminnilegar manneskjur og staði – velta fyrir sér hinum dularfulla og ljúfsára hverfulleika tilverunnar. Efnisskráin hefst á hinsta ljóðaflokki Jóhannesar Brahms, Fjórum alvarlegum söngvum, sem var saminn þegar heittelskuð vinkona tónskáldsins, Clara Schumann, lá fyrir dauðanum. Flokkurinn er bæði tregafullur og ægifagur og hæfir vel dökkri en hlýrri rödd hins heimsfræga, austurríska barítónsöngvara Florians Boesch. Dmitri Shostakovich samdi sitt mikilfenglega Píanótríó nr. 2 í minningu nýlega látins vinar síns, Ivans Sollertinskys, sem staðið hafði með tónskáldinu gegnum þykkt og þunnt – líka ofsóknir sjálfs Stalíns. Það er öllu bjartara yfir lokaverki tónleikanna, Minningu um Flórens, sem Pjotr Tsjækofskí samdi innblásinn af fegurð og andrúmslofti Flórensborgar. Þetta ævintýralega fallega kammerverk hljómar hér í fyrsta sinn á Íslandi í nýrri og frábærri umritun fyrir píanótríó, en það var upphaflega samið sem strengjasextett.
Efnisskrá:
Johannes Brahms Vier Ernste Gesänge, op. 121 (1896) Dmitri Shostakovich Píanótríó nr. 2 í e-moll, op. 67 (1944)
Hlé
Pjotr Tchaikovsky Souvenir de Florence, op. 70 (1890)
Ný útsetning fyrir píanótríó eftir Matan Porat
Listamenn:
Florian Boesch, barítón Ilya Gringolts, fiðla Yura Lee, fiðla Leonard Elschenbroich, selló Jakob Koranyi, selló Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó