x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Mannfuglar – fuglasöngur frá Flatey

Þessi viðburður er liðinn

Mannfuglar er listhópur sem býr til tónlist úr hljóðum íslenskra fugla. Hljómsveitina skipa Kristján Þórhallsson líffræðingur og Tumi Torfason tónlistarmaður. Í sumar vinna þeir skapandi sumarstörf fyrir Hitt húsið, spila tónlist sína á götum úti og halda ferna tónleika í borginni sem hverjir eru helgaðir sérstökum hópi fugla.

Á þessum öðrum tónleikum Mannfugla færa þeir hlustendum glænýja tónlist sem unnin er úr fuglahljóðum sem tekin voru upp í Flatey á Breiðafirði um Hvítasunnuhelgina. Þar sáu þeir og heyrðu í teistu, ritu, æðarfugli, kríu, stelk, tjaldi, óðinshana, fýl, sólskríkju og sandlóu. Með stefnuvirkum hljóðnema í parabólu var tekið upp tíst, garg, gagg og kvak sem saman verður tvinnað í samhljóm og hrynjanda og flutt með lifandi hljóðfæraleik og frjálsum spuna.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!