x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

LVB250 : Domenico Codispoti & Arctic Five

Listahátíð í Reykjavík 2020

Þessi viðburður er liðinn

Tónleikunum hefur verið frestað vegna COVID-19. Tilkynnt verður um nýja tónleikadagsetningu fljótlega.

Í tilefni 250 ára fæðingarafmæli Ludwigs van Beethoven er slegið upp sannkölluðum hátíðartónleikum þar sem fluttir verða píanókonsertar nr. 2 og 4 í umritun Vincenz Lachners fyrir píanó og strengjakvintett. Einnig hljómar eitt af fegurstu verkum tónskáldsins, Rómansa fyrir fiðlu nr. 2 í F-dúr, op. 50.

Píanókonsertar Beethovens eru meðal ástsælustu verka tónbókmenntanna en heyrast nú í þessari útgáfu í fyrsta sinn á Íslandi svo vitað sé. Umritanir þýska tónskáldsins Lachners á þessum stórfenglegu verkum gera umtalsverðar kröfur til flytjenda og færa hverjum og einum hljóðfæraleikara bitastætt hlutverk.

Ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með fjölmörgum hljómsveitum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu, auk þess sem hann hefur reglulega verið aufúsugestur í íslensku tónlistarlífi, meðal annars á Listahátíð í Reykjavík.

Strengjaleikararnir eru allir fastráðnir við Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa um árabil verið í fremstu röð hljóðfæraleikara hér á landi en koma nú saman undir merkjum Arctic Five til að fagna þessu sögulega afmæli.

Flytjendur
Píanó: Domenico Codispoti
Fiðla: Sigrún Eðvaldsdóttir
Fiðla: Nicola Lolli
Víóla: Þórunn Ósk Marinósdóttir
Selló: Bryndís Halla Gylfadóttir
Kontrabassi: Hávarður Tryggvason

Deila