x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Lúðrasveit verkalýðsins

John Williams tónleikar

Þessi viðburður er liðinn

Félagar Lúðrasveitar verkalýðsins hafa lengi dáð bandaríska tónskáldið John Williams og leikið verk hans við ýmis tækifæri. Þriðjudagskvöldið 21. mars verður Williams heiðraður af LV og heilir tónleikar töfraðir fram með hans tónlist í Kaldalóni Hörpu. Á tónleikunum mun einnig koma fram Skólahljómsveit Seltjarnarness og leika nokkur lög en sveitin á einmitt 50 ára afmæli á þessu ári.

Þau eru ekki mörg tónskáldin sem geta státað af viðlíka ferli og Williams. Langsamlega þekktastur er hann fyrir kvikmyndatónlist sína og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Nægir þar að nefna tónlist hans úr Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter og Jurassic Park myndaröðunum, auk tónlistar út vel þekktum myndum eins og Superman, ET, Home Alone og Schindler’s List svo að aðeins séu tekin örfá dæmi.

Listinn yfir tilnefningar til verðlauna er mílulangur og sömuleiðis ótrúlegur fjöldi verðlauna. 5 Óskarsverðlaun, 7 Bafta, 4 Golden Globe, 3 Emmy og 23 Grammyverðlaun segja alla söguna.

Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð árið 1953 og hefur alla tíð starfað af miklum krafti og fyrir löngu skipað sér sess hjá íslenskum tónlistarunnendum. Stjórnandi sveitarinnar er Kári Húnfjörð Einarsson og eru spilararnir sem fram koma ríflega 40 talsins.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.