x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Lúðrastraumar – Lúðrasveit Reykjavíkur

Þessi viðburður er liðinn

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Kaldalónssal Hörpu þann 26. mars 2019 kl. 20:00. Að þessu sinni sækir sveitin efnivið í ýmsa tónlistarstrauma þar sem blásturshljóðfæri og fjölbreytt slagverk hafa verið áberandi. Meðal annars verður leikið rokk, djass, fönk og latin-popp frá höfundum og flytjendum á borð við Stevie Wonder, Jaco Pastorius, Gloriu Estefan og Blood, Sweat & Tears. Einnig verður frumflutt lúðrasveitarútsetning Daníels Sigurðssonar á laginu Baldursbrá eftir Arnljót Sigurðsson, sem upphaflega var flutt af reggíhljómsveitinni Ojba Rasta, en Daníel leikur á trompet bæði í Ojba Rasta og Lúðrasveit Reykjavíkur.

Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1922 við samruna lúðrasveitanna Hörpu og Gígju og er elsta starfandi hljómsveit landsins. Stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson.

Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir börn, 16 ára og yngri.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:00.

Verið velkomin!

Deila