x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ljóðaflokkar III – Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Schubert III
Franz Schubert:  „ Schwanengesang „ (Rellstab, Heine, Seidl)

Það var ekki fyrr en eftir dauða Schuberts að útgefandi hans ákvað að safna saman 14 síðustu lögum tónskáldsins og setja saman í ljóðaflokkinn sem hér verður fluttur. Safnið er engu líkt að dýpt og merkingu. Í dag er öðrum seinni tíma ljóðasöngvum Schuberts stundum bætt við flokkinn. Hér höldum við okkur þó við upprunalegu lögin 14, sem römmuð eru inn af litlum læk í fyrsta laginu og dúfu í því síðasta, sem flytja okkur söguna.

Ágúst Ólafsson er einn fremsti barítónsöngvari Íslendinga. Hann lærði söng í Helsinki en kom svo heim eftir að námi lauk. Fjölbreytt verkefnaval hans í óperunni, á tónleikum og í óratóríum sýna breidd hans sem flytjanda. Styrkleikar hans koma skýrt fram í ljóðasöng og fyrir hann hefur hann hlotið hrós ekki ómerkari manna en Schwarzkopf og Fischer-Dieskau. Árið 2010 fluttu Ágúst og Gerrit alla ljóðaflokka Schuberts á Listahátíð og hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Í framhaldinu voru þeir hvattir til að endurtaka flutninginn, sem þeir nú gera.


Tónleikaárið 2016-2017 fer af stað ný tónleikaröð í Hörpu, svokallaðir Sígildir sunnudagar.

Sígildir sunnudagar eru regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum, Kaldalóni og opnum rýmum á sunnudögum í vetur kl 17:00. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum í Hörpu vikulega.

Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist. Meðal þátttakenda í röðinni eru tvö flaggskip íslenskrar tónlistar á klassíska sviðinu, Kammersveit Reykjavíkur og Kammermúsíkklúbburinn, en auk þeirra koma fram Strokkvartettinn Siggi, Kammerhópurinn Elektra, Ljóðasöngsröð Gerrit Schuil og Barokksveitin Brák, ásamt fleirum. Auk þess hefur verið sett á stokk ný tónleikaröð ungra tónlistarmanna í samstarfi við FÍT og FÍH, Velkomin heim. Með henni er ungt tónlistarfólk sem nýlokið hefur námi hvatt til dáða. Sígildir sunnudagar eru metnaðarfullt átak sem vert er að fylgjast með.