x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Leila Josefowicz kammertónleikar

Þessi viðburður er liðinn

Leila Josefowicz hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð fiðluleikara í Norður-Ameríku og það er sérstakt ánægjuefni að hún skuli halda tvenna tónleika á LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, kammertónleika 3. október og konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. október.

Josefowicz hefur átt farsælt samstarf við tónskáldið John Adams og verk hans hljóma á báðum efnisskrám hennar á Íslandi. Road Movies er fjörugt verk sem tónskáldið segir að eigi að minna á ökuferð gegnum landslag sem breytist hægt – en breytist þó. Dökk og tilfinningaþrungin fiðlusónata Prokofíevs er meðal helstu meistaraverka hans, samin í Sovétríkjunum á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Á tónleikum 5. október næstkomandi leikur hún Scheherazade.2 eftir John Adams með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagana 3. – 12. október.

 • Efnisskrá

  Jean Sibelius Valse triste
  Sergej Prokofíev Fiðlusónata nr. 1 í f-moll
  Bernd Alois Zimmermann Sonata 1950
  John Adams Road Movies

  EINLEIKARAR
  Leila Josefowicz

  MEÐLEIKARI
  John Novacek