x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Le Grand Tango

Sígildir sunnudagar

Le Grand Tango er tango septett sem kemur saman í kringum bandoneonleikarann og tónskáldið Olivier Manoury.  Ásamt honum leika nokkrir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Þórunn Marínósdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Richard Korn bassaleikari.

Hópurinn hefur komið víða fram, m.a. á Listhátíð í Reykjavík, í Salnum í Kópavogi, á Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri, á Ísafirði, Akureyri og víðar. Þau tóku upp geisladisk með Agli Ólafssyni söngvara fyrir nokkrum árum.

Olivier Manoury hefur allt frá árinu 1979 starfað sem bandoneonleikari með hljómsveitum, söngvurum og tangódönsurum. Hann hefur ferðast víðsvegar um Evrópu og tekið þátt í fjölmörgum hljómleikaferðum og listahátíðum. Auk þess að semja og útsetja tónlist fyrir hljómsveitir hefur Olivier samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsmyndir. Eftir hann liggja upptökur á fjölmörgum hljómdiskum; m.a. dúettar með píanóleikaranum Enrique Pascual og baritónsöngvaranum Jorge Chamíné, kvartett með hljómsveitinni Tangonéon og septett með hljómsveitinni Tempo di Tango.

Á efnisskránni verða funheitir tangóar eftir Astor Piazzolla, Carlos Gardel, Olivier Manoury og fleiri.