x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

LA / Reykjavík – Sinfóníuhljómsveit Íslands

Þessi viðburður er liðinn

Á vordögum 2017 hélt Fílharmóníuhljómsveitin í Los Angeles umfangsmikla hátíð þar sem íslensk tónlist og íslenskir flytjendur voru í forgrunni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar ásamt Esa-Pekka Salonen var Daníel Bjarnason, staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands lætur ekki sitt eftir liggja heldur blæs til tveggja vikna hátíðar þar sem tónlist frá Los Angeles skipar veglegan sess.
John Adams er eitt helsta tónskáld Bandaríkjanna og nýr fiðlukonsert hans hefur vakið mikla hrifningu. Verkið, sem er samið sérstaklega fyrir Leilu Josefowicz, er byggt á Þúsund og einni nótt. Adams kveðst sérstaklega hafa leitt hugann að bágri stöðu kvenna í heimi sagnanna, ekki síst hinni hrífandi Scheherazade sem bjargar eigin lífi með því að segja sögur. New York Times skrifaði um frumflutninginn að leikur Josefowicz hafi verið „glæsilegur og innblásinn“ og hljóðritun hennar af verkinu var tilnefnd til Grammy-verðlauna 2016.

Á tónleikunum hljómar einnig Sálmasinfónía Stravinskíjs sem margir telja eitt helsta verk 20. aldar fyrir kór og hljómsveit. Verkið samdi hann fyrir Sinfóníuhljómsveitina í Boston árið 1930 og fáeinum árum síðar var hann sjálfur sestur að í Hollywood. Tær
og bjartur tónn Hamrahlíðarkóranna hentar verkinu fullkomlega enda verkið samið fyrir ungar raddir. Haustið 2017 eru liðin 50 ár frá því að fyrst var boðað til kóræfingar við Menntaskólann við Hamrahlíð undir leiðsögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, en farsælt samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Hamrahlíðarkóranna spannar áratugi.

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagana 3. – 12. október.

 • Efnisskrá

  Ígor Stravinskíj Sálmasinfónía
  John Adams Scheherazade.2

  HLJÓMSVEITARSTJÓRI
  Daníel Bjarnason

  EINLEIKARI
  Leila Josefowicz

  KÓR
  Hamrahlíðarkórarnir

  KÓRSTJÓRI
  Þorgerður Ingólfsdóttir

  Tónleikakynning » 18:00