x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Kvennakórinn Vox Feminae – Hörpur og strengir

Sígildir sunnudagar

Þessi viðburður er liðinn

Kvennakórinn Vox feminae heldur nú tónleikana Hörpur og strengir. Flytur
kórinn klassísk evrópsk og íslensk verk frá 17. öld fram til okkar tíma eftir
Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson
o.fl. Flytjendur, auk kórs, eru strengjasveit, harpa og píanó.

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur
og hefur trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum einkennt
lagaval kórsins.

Kórinn hefur einnig lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld og
má þar nefna Messu Báru Grímsdóttur, sem frumflutt var á Myrkum músíkdögum árið
2013 og Stabat Mater eftir John A. Speight sem flutt var árið 2008.

Vox feminae hefur lagt ríka áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist
með tónleikahaldi og útgáfu þriggja geisladiska, Mamma geymir gullin þín, með
íslenskum þjóðlögum og Himnadrottning og Ave Maria með trúarlegum verkum.

Kórinn hefur farið í tónleikaferðir til útlanda og vann til silfurverðlauna
í alþjóðlegri kórakeppni haldinni af Vatíkaninu í Róm árið 2000. Auk sjálfstæðs
tónleikahalds hefur Vox feminae komið fram við margvísleg tækifæri á Íslandi og
má þar nefna söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Plánetunum eftir Gustav
Holst og í 3. sinfóníu Mahlers.

___

Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stjórnandi Vox feminae, hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari 12 ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000.

Margrét stofnaði Vox feminae 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, en einnig stofnaði hún og stjórnaði Kór Flensborgarskóla, Starfsmannakór SFR, Barnakór Grensáskirkju, Senjorítunum, Stúlknakór Reykjavíkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, síðar Cantabile  og sönghópnum Aurora.

Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir  einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.

___________________

Sigurlaug Eðvaldsdóttir nam fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og útskrifaðist þaðan árið 1983. Framhaldsnám stundaði hún í Manhattan School of Music í New York hjá Ani Kavafian. Eftir námið starfaði hún í 5 ár við sinfóníuhljómsveit í Mexíkó. Frá haustinu 1994 hefur Sigurlaug starfað í Sinfóníhljómsveit Íslands. Hún er meðlimur í ýmsum tónlistarhópum eins og Kammersveit Reykjavíkur og Cammerarctica. Sigurlaug spilar einnig reglulega á vegum Kammermúsíkklúbbsins og í Íslensku óperunni.

Laufey Sigurðardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1974 undir handleiðslu Björns Ólafssonar og lagði síðar stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum og Róm. Laufey hlaut fastráðningu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1980. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og verið virk í flutningi kammertónlistar hér á landi, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hún haft umsjón með árlegri tónlistarhátíð á páskum sem ber heitið “Músík í Mývatnssveit” og Mozart-tónleikum í Reykjavík.

Ólöf Sesselja hefur verið fastráðin í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðustu áratugi, leikið í Íslensku óperunni,  með Kammersveit Reykjavíkur, í hljómsveitum með ýmsum kórum og í strengjakvartettinum Arctic Light. Um árabil hefur hún einnig leikið á viola da gamba í hópum sem fást við að flytja barokk- og endurreisnartónlist á upprunaleg hljóðfæri.

Ásdís Hildur Runólfsdóttir víóluleikari stundaði nám í víóluleik á Íslandi,  Þýskalandi og  í Hollandi. Hún hefur frá árinu 1987 kennt við Tónlistarskóla Kópavogs og jafnframt starfað sem víóluleikari og m.a. spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit íslensku óperunnar og ýmsum minni hópum.

Elísabet Waage stundaði píanó- og hörpunám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk einleikara- og kennaraprófi á hörpu frá Konunglega Tónlistarháskólanum í den Haag, Hollandi hjá Edward Witsenburg. Elísabet leggur mikla stund á kammermúsík, mest í dúóformi en einnnig í stærri hópum, s.s. Caput en hefur auk þess starfað með ýmsum sinfóníuhljómsveitum. Elísabet er hörpukennari við Tónlistarskóla Kópavogs.

Anna Guðný Guð­munds­dóttir lauk námi frá Tón­listar­skólanum í Reykja­vík og Post Graduate Diploma frá Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on þar sem hún lagði á­herslu á kammer­mús­ík og með­leik með söng. Frá ár­inu 1982 hefur hún tek­ið virk­an þátt í ís­lensku tón­listar­lífi og er einn eftir­sótt­asti píanó­leik­ari lands­ins. Anna Guðný hefur oft kom­ið fram sem ein­leikari, m. a. með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, og með kammer­sveit­um og sem með­leik­ari söngv­ara. Hún hefur reglu­lega leik­ið á Lista­há­tíð í Reykja­vík, í tón­leika­röð Sal­ar­ins í Kópa­vogi, á Reyk­holts­há­tíð, Reykja­vík Mid­summer Music og víðar. Þá hef­ur hún leik­ið inn á fjölda hljóm­platna og diska. Anna Guðný er fast­ráð­inn píanó­leik­ari við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Ís­lands, píanó­leik­ari Kammer­sveit­ar Reykja­­vík­ur og kenn­ir við Tón­­listar­­skól­ann í Reykja­­vík.
Anna Guð­ný var kjör­inn bæjar­lista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2002 og hlaut Ís­lensku tón­listar­verð­laun­in 2008.